FRÉTTIR
Á þessari síðu eru íslenskar fréttatilkynningar sem birst hafa frá árinu 2014. Fréttatilkynningar á ensku finnur þú HÉR.

Samspil breytanleika í erfðamenginu
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar, dótturfyrirtækis Amgen inc og samstarfsmenn þeirra í íslenska heilbrigðiskerfinu og við Kaupmanna-hafnarháskóla birtu í dag vísindagrein í tímaritinu Cell sem ber nafnið: Complex effects of sequence variants on lipid levels and coronary artery disease.
Rannsóknin, sem greinin fjallar um, byggir á því að leita að breytanleikum í röðum níturbasa í erfðamenginu sem hafa áhrif á breytanleika í mælanlegum eiginleikum eins og magni af fitu og öðrum efnum í blóði og síðan þeirri forsendu að slíkir breytanleikar hljóti að vera í samskiptum við aðra breytanleika í röðum níturbasa eða við umhverfisþætti.

Áhættuskor sem spáir fyrir um hættu á hjarta- og æðasjúkdómum gæti reynst mikilvægt verkfæri við lyfjarannsóknir
Áhættuskor sem byggir einungis á mælingum þúsunda próteina úr einu blóðvökvasýni spáir fyrir um áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum af völdum æðakölkunar Kári Stefánsson og Hannes Helgason einn höfunda greinarinnar. Vísindamenn...

Höfuðstórir líklegri til að afla sér menntunar – Höfuðlitlir glima fremur við taugaþroskaraskanir
Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu, dótturfélagi Amgen, í samvinnu við Landspítala háskólasjúkrahús, hafa fundið þrjátíu erfðabreytileika sem hafa áhrif rúmmál heilans.

Ný vitneskja getur bætt greiningu og meðferð sjúkdóms sem veldur skyndidauða
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar, í samstarfi við lækna á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, greindu nýlega frá niðurstöðum erfðafræðirannsóknar á heilkenni sem getur valdið skyndidauða. Greinin birtist í tímaritinu Journal of the American Heart Association. Þar er lýst erfðabreytileikum sem hafa áhrif á svokallað QT-bil á hjartalínuriti. Lenging á QT bili er til marks um óeðlilega rafvirkni i hjarta og getur stuðlað að alvarlegum hjartsláttartruflunum og skyndidauða, gjarnan hjá ungu fólk

Frávik sem skapa mannlegan fjölbreytileika
Í nýrri rannsókn sem birtist nýlega í Nature Communications varpa vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar nýju ljósi á mannlegan fjölbreytileika og sýna fram á að fjöldi frávika frá erfðamengi foreldra eykst með aldri bæði móður og föður.

Erfðir hafa áhrif á tónhæð raddar
Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu hafa fundið fyrstu erfðabreytuna sem hefur áhrif á hversu djúp eða há röddin er. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Science Advances í dag.

Húsfyllir á fræðslufundinum; Hvað er að vera Íslendingur?
Það var húsfyllir á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar 19, apríl sem bar nafnið, Hvað er að vera Íslendingur? Valinkunnir fyrirlesarar veltu þessari spurningu fyrir sér, meðal annars út frá þeim breytingum sem hafa orðið á samfélaginu með aukinni blöndun við fólk af öðru þjóðerni, innflutningi fólks frá öllum heimshornum, arfleifð Kelta og hvernig hún birtist í nútímanum og síðast en ekki síst, erfðamynd þjóðarinnar frá upphafi landnáms til dagsins í dag.

Hvað er að vera Íslendingur?
Fræðslufundur fyrir almenning í húsi Íslenskrar erfðagreiningar, laugardaginn 29. apríl kl. 13.

Metaðsókn á fræðslufund um hugsun
Íslensk erfðagreining hélt fræðslufundinn Hvað er hugsun fyrir fullu húsi þann 28. september, þegar rúmlega 600 manns mættu í höfuðstöðvar fyrirtækisins til að hlusta á fjóra fyrirlesara nálgast þessa spurningu með ólíkum hætti. Fjöldi fólks fylgdist einnig með í beinu streymi af fundinum.

Besta vísindakona í Evrópu
Unnur Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri hjá ÍE sem nýverið tók við stöðu forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, er í 26 sæti yfir bestu erfðavísindamenn í heimi. Unnur er jafnframt besta vísindakona Evrópu samkvæmt nýrri samantekt á framlagi kvenna til vísindanna og sú fimmta besta í heimi.

Stór erfðafræðirannsókn á fitulifur
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar greina í dag frá niðurstöðum stórrar erfðafræðirannsóknar á fitulifur, af öðrum orsökum en áfengisneyslu. Í greininni, sem birtist í tímaritinu Nature Genetics, lýsa þeir breytileikum í erfðamengi mannsins sem hafa áhrif á fitu- og skorpulifur og sem með tímanum geta leitt til lifrarbilunar.

Fyrstu fréttir af metnaðarfyllsta raðgreiningarverkefni í heiminum
Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu hafa raðgreint erfðamengi 150 þúsund einstaklinga fyrir Breska lífsýnabankann (UK biobank). Greint er frá þessu í tímaritinu Nature í dag.

Framlag Íslenskrar erfðagreiningar til rannsókna á mannlegum fjölbreytileika
Íslensk erfðagreining hélt upp á 25 ára afmæli sitt dagana 18 og 19. maí með tveggja daga ráðstefnu sem um 200 manns sóttu, þar af rúmlega eitthundrað erlendir gestir og margir virtustu erfðavísindamenn í heimi.

Stærsta erfðarannsókn til þessa á iktsýki
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) hafa fundið tengsl áður óþekktra erfðabreytileika við iktsýki í stærstu erfðarannsókn sem gerð hefur verið á sjúkdómnum.

Áhrif erfða á fæðingarþyngd
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa kortlagt 243 erfðabreytileika sem tengjast fæðingarþyngd, annars vegar í erfðamengi móður og hinsvegar í erfðamengi fósturs. Rannsóknin varpar ljósi á flókið samspil erfðamengja móður og fósturs og tengsl háþrýstings og sykursýki við vöxt fósturs.

Nýtt og betra lífmerki hjálpar til við að greina slitgigt
Visindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið nýtt lífmerki (biomarker) fyrir slitgigt sem getur hjálpað til við að greina sjúkdóminn og gefið til kynna hversu alvarlegur hann er. Í grein sem birtist í Arthritis & Rheumatology greina vísindamenn Íslenskrar...

Líkan sem spáir fyrir um lífslíkur
Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu hafa þróað líkan sem styðst við mælingar á eggjahvítuefnum í blóði og spáir fyrir um hversu langt fólk á eftir ólifað af mun meiri nákvæmni en líkön sem styðjast við hefðbundna áhættuþætti.

Byltingarkennd aðferð við raðgreiningar
Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu hafa greint erfðaefni úr stórum hópi fólks með því að lesa allt að 50 þúsund niturbasa í einu en sú aðferð sem er notuð í dag takmarkast við 151 niturbasa.

Varið land – upptaka af fræðslufundi um Covid-19 rannsóknir
Íslensk erfðagreining streymdi fræðslufundi um nýjustu rannsóknir sínar á Covid-19, mánudaginn 19. apríl, klukkan 14:00. Hægt er að nálgast upptöku af fundinum.

ÍSLENSK ERFÐAGREINING hlýtur UT verðlaun Ský 2021
Íslensk erfðagreining hlaut UT-verðlaun Ský 2021 en þau voru afhent á ráðstefnu UTmessunnar í beinni útsendingu. Það var Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem afhenti verðlaunin og tóku Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Gísli Másson framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs við verðlaunagripnum.

Fundu erfðabreytileika sem hafa áhrif á blóðleysi af völdum járnskorts
Ný rannsókn á erfðum og járnefnaskiptum líkamans leiðir í ljós erfðabreytileika sem hafa veruleg áhrif á tíðni blóðleysis af völdum járnskorts sem er landlægt víða um heim.

Eineggja en ekki eins
Með því að raðgreina erfðamengi eineggja tvíbura og bera þau saman við erfðamengi náinna skyldmenna þeirra gátu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fundið stökkbreytingar sem höfðu myndast snemma á fósturskeiði og greindu tvíburana að.

Mótefni minnkar ekki á fyrstu 4 mánuðum eftir sýkingu
Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra sem birtist í vísindaritinu The New England Journal of Medicine bendir til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði eftir SARS-CoV2 smit á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu.

Kólesteról í fæðu og plöntusterólar geta stuðlað að hjartasjúkdómum
Niðurstöður nýrrar vísindagreinar sem birtist í European Heart Journal staðfesta að magn kólesteróls í fæðu hefur áhrif á kólesteról í blóði og eykur líkur á kransæðasjúkdómi, meðal annars hjartaáföllum. Þá geta viðbættir plöntusterólar stuðlað beint að æðakölkun.

Stökkbreyting í FLT3 eykur áhættu á skjaldkirtilssjúkdómi
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) og samstarfsfólk þeirra innan íslenska heilbrigðiskerfisins, Háskóla Íslands og Karolinska í Svíþjóð, hafa fundið erfðabreytileika í FLT3 geninu sem eykur töluvert áhættuna á því að fá sjálfsónæmissjúkdóm í skjaldkirtil, en grein um rannsóknina birtist í Nature í dag. Erfðabreytileikinn tengist einnig öðrum sjúkdómum og hefur óvænt en þýðingarmikil áhrif á bæði genatjáningu og magn prótína.

Arfleifð Neanderdalsmanna í genum Íslendinga
Alls má rekja um 2 prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna en það skemmtilega er að við berum ekki endilega sömu bútanna. Þannig var hægt að púsla saman um helming af erfðamengi Neanderdalsmanns úr þeim forsögulegu erfðabútum sem finnast í núlifandi Íslendingum.

Íslensk rannsókn á útbreiðslu COVID-19
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólk þeirra hjá Landlæknisembættinu og Landspítala háskólasjúkrahúsi birtu í dag grein í New England Journal of Medicine, sem byggir á rannsókn á útbreiðslu SARS- Cov-2 veirunnar á Íslandi sem veldur sjúkdómnum COVID-19.

Af hverju erum við að fitna?
Hér má nálgast upptöku frá fræðslufundinum Af hverju erum við að fitna?

Nota aðferðir gervigreindar til að meta aldur heila
Nota má aðferðir gervigreindar til að meta aldur út frá segulómmynd af heila. Síðan má kanna hvort aldur metinn út frá heila (heilaaldur) víkur frá raunverulegum aldri og á þann hátt meta áhrif sjúkdóms á heila eða þátt heilans í sjúkdómi.

Mæður sem missa börn eru líklegri til að deyja fyrir aldur fram
Ótímabær dauðsföll eru algengari meðal kvenna sem misst hafa barn en annarra kvenna, samkvæmt nýrri rannsókn sem vísindamenn Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar hafa unnið og nær til allra foreldra á Íslandi síðustu tvær aldir. Greint er frá rannsókninni í...

ADHD þjóðin
Íslensk erfðagreining heldur fræðslufund fyrir almenning um ADHD, næstkomandi laugardag, 16. nóvember.

Kári fær verðlaun frá Ríkissjúkrahúsinu í Danmörku
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var í dag sæmdur hinum alþjóðlegu KFJ verðlaunum Ríkissjúkrahússins í Kaupmannahöfn. Verðlaunin eru veitt árlega til alþjóðlegs vísindamanns sem á í samstarfi við eina eða fleiri rannsóknarstofnanir sem heyra undir sjúkrahúsið.

Risastór gagnagrunnur á sviði erfðavísinda
Íslensk erfðagreining ætlar að raðgreina 225.000 erfðamengi fyrir breska lífsýnabankann, UK Biobank í metnaðarfylllsta verkefni sem ráðist hefur verið í á sviði raðgreininga í heiminum. Alls verða raðgreind 450.000 erfðamengi í þessu átaki, en Wellcome Sanger,...

Hætt við þróun nýs Alzheimerlyfs
Þróun Amgen og Novartis á nýju lyfi gegn Alzheimer hefur verið hætt.

Intermountain Healthcare og Íslensk erfðagreining/deCODE genetics kynna rannsókn á erfðaefni 500 þúsund einstaklinga.
Intermountain Healthcare og Íslensk erfðagreining/deCODE genetics kynna nýja rannsókn á erfðaefni 500 þúsund einstaklinga.

Hver eru upptök illskunnar? Opinn fræðslufundur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Hvað geta vísindin kennt okkur um upptök illskunnar? Er hægt að sjá illmenni sem manneskjur sem stríða við fötlun eða eru vanhæfar til að skilja og tjá tilfinningar? Þetta er umfjöllunarefnið á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar, sem haldinn verður fimmtudaginn 6. júní, klukkan 17.

Kári kjörinn í bandarísku vísindaakademíuna
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur verið kjörinn í bandarísku vísindaakademíuna, National Academy of Sciences (NAS), fyrstur Íslendinga en það er einn mesti heiður sem vísindamanni getur hlotnast á ferli sínum og viðurkenning á einstæðum vísindaferli.

Kári kjörinn forseti norrænna samtaka um mannerfðafræði
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið kjörinn forseti Norrænna samtaka um mannerfðafræði og einstaklingsmiðaðar lækningar, Samtökin voru stofnuð í júní í fyrra eftir áralangan undirbúning.

Þegar arfgerð breytir meðferð
Íslensk erfðagreining býður almenningi á fræðslufund um erfðavísindi og lyf laugardaginn 16. mars, klukkan 13:00.

Þriðjungur kvenna orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi
riðjungur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í námi eða starfi, þar af um 7% í núverandi starfsumhverfi, samkvæmt fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna.

Ertu laglaus eða taktlaus? – Hvað segja vísindin?
Á heimasíðunni Tóneyra.is er athyglinni beint að tón- og taktblindu en það eru raskanir sem einkennast af lagleysi og erfiðleikum við að skynja takt í tónlist. Nú býðst fólki að taka þátt í vísindarannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar þar sem markmiðið er að...

Nýtt kort af erfðamenginu sýnir hvað veldur erfðafræðilegri fjölbreytni.
Nýjar stökkbreytingar tengjast endurröðun litninga þegar kynfrumur verða til. Getur varpað ljósi á frávik sem leiða til sjaldgæfra sjúkdóma. Ný rannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar sýnir að nýjar stökkbreytingar (de novo) tengjast endurröðun litninga þegar...

Meðfædd vörn gegn nefsepum og ennis- og kinnholusýkingum
Reykjavík 16. Janúar - Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa nú fundið breytileika sem ver gegn nefsepum og krónískum ennis- og kinnholubólgum. Ný grein um þetta birtist í Nature genetics. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að þessi...

Áhrifamestu vísindamennirnir
Átta íslenskir vísindamenn eru í hópi 4.000 áhrifamestu vísindamanna heims, þar af starfa sex þeirra hjá Íslenskri erfðagreiningu samkvæmt lista greiningarfyrirtækisins Clarivate Analytics.

Opinn fræðslufundur um Íslendingabók og ættfræðiáhuga þjóðarinnar
Íslensk erfðagreining efnir til opins fræðslufundar fyrir almenning í tilefni af því að Íslendingabók hefur tekið stakkaskiptum. Fundurinn er haldinn, Laugardaginn 10. nóvember klukkan 13:00, Þar mun Kári Stefánsson fjalla um Íslendingabók sem verkfæri við vísindarannsóknir, Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar flytur erindi sem hún nefnir: Með ættfræði á heilanum og Ármann Jakobsson rithöfundur sem flytur erindið, „Ég em son Örgumleiða Geirólfssonar gerpis,“ Til hvers eru allar þessar ættartölur í fornum sögum?

Uppruni landnámsmanna ráðinn með erfðamengi úr tönnum
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa raðgreint erfðamengi úr tönnum 25 einstaklinga frá landnámsöld. Niðurstöðurnar, sem birtast í vísindatímaritinu Science í dag setja upphaf Íslandsbyggðar í nýtt ljós.
Stökkbreytingar í BRCA2 og krabbamein
Flestar alvarlegar stökkbreytingar í BRCA2 geninu hafa í för með sér mikla áhættu á arfgengu brjóstakrabbameini og krabbameini í eggjastokkum. Þetta á einnig við um íslensku stökkbreytinguna 999del5. Önnur stökkbreyting í BRCA2, K3326*, hefur hinsvegar í för með sér aukna áhættu á lungnakrabbameini og krabbameini í höfði, hálsi og efri meltingarvegi.

Íslensk erfðagreining opnar vefinn, arfgerd.is, þar sem Íslendingar geta nálgast upplýsingar um hvort þeir hafa stökkbreytingu í BRCA2 erfðavísinum.
Íslensk erfðagreining opnar vefinn, Arfgerd.is, þar sem Íslendingar geta nálgast upplýsingar um hvort þeir hafa stökkbreytingu í BRCA2 erfðavísinum. Íslensk erfðagreining á dulkóðuð gögn um ríflega eittþúsund Íslendinga sem hafa sjúkdómsvaldandi stökkbreytingu í...
Hvernig uppeldið gengur í arf
Við getnað hlýtur barn helming erfðaefnis föður og helming erfðaefnis móður. Í rannsókn, sem Íslensk erfðagreining birti í dag í vísindatímaritinu Science, var leitað svara við spurningunni um hvort erfðabreytingar í þeim helming erfðaefnis foreldranna, sem ekki fer...
Erfðamengi Hans Jónatans (fæddur 1784) púslað saman úr litningabútum 182 afkomenda
Í grein sem birtist í vísindatímaritinu Nature Genetics, 15. janúar 2018, (https://www.nature.com/articles/s41588-017-0031-6), er því lýst hvernig vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fóru að því að raða saman erfðamengi Hans Jónatans úr bútum af litningum 182...