FRÉTTIR

Á þessari síðu eru íslenskar fréttatilkynningar sem birst hafa frá árinu 2014. Fréttatilkynningar á ensku finnur þú HÉR.

Erfðabreytileikar sem tengjast lægri þyngdarstuðli draga ekki úr beinþéttni

Erfðabreytileikar sem tengjast lægri þyngdarstuðli draga ekki úr beinþéttni

Vísindamenn frá Íslenskri erfðagreiningu og samstarfsmenn þeirra reyna að svara því hvort erfðabreytileikar í GIPR geninu tengist aukinni áhættu á beinbrotum og/eða minni beinþéttni í greininni  Obesity variants in the GIPR gene do not associate with risk of fracture or bone mineral density”,  sem birtist í JCEM, The Journal of Clinical Endocrinology & Metabolism.  

read more
Blaðamannafundur um uppruna hauskúpu

Blaðamannafundur um uppruna hauskúpu

Íslensk erfðagreining hefur lokið við að greina erfðaefni og C14 kolefnissamsætur úr höfuðskeljunum sem fundust í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Mannerfðafræðingarnir Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir kynntu niðurstöðurnar á blaðamannafundi í dag að viðstöddum forsætisráðherra.

read more
Metnaðarfyllsta raðgreiningarverkefni i heimi er lokið – Miklar vonir bundnar við niðurstöðurnar

Metnaðarfyllsta raðgreiningarverkefni i heimi er lokið – Miklar vonir bundnar við niðurstöðurnar

Breski lífssýnabankinn, UK Biobank,  birtir í dag niðurstöður úr stærsta raðgreiningarverkefni í heimi en vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og Wellcome Trust Sanger Institute raðgreindu 500 þúsund erfðamengi á þremur árum fyrir Breska lífsýnabankann.  Verkefnið hefur alls tekið 5 ár og lok þess marka tímamót í læknavísindum. Raðgreiningin sjálf tók um 350 þúsund klukkustundir og kostaði um 200 miljónir punda.

read more
Lífsnauðsynleg vitneskja – fjölsóttur fræðslufundur fyrir almenning hjá ÍE

Lífsnauðsynleg vitneskja – fjölsóttur fræðslufundur fyrir almenning hjá ÍE

Á líflegum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni, þann 9. nóvember voru kynntar niðurstöður nýrrar vísindarannsóknar sem sýnir að 4 prósent Íslendinga eru með meðferðartæka erfðabreytileika sem eykur líkur á sjúkdómum svo sem krabbameinum og hjartasjúdómum og styttir lífslíkur. Flestir þeirra eru sér óafvitandi um breytileikana og geta því ekki sótt sér meðferð eða breytt lífsvenjum sínum til að draga úr líkum á sjúkdómi.

read more
Einn af hverjum 25 með lífsógnandi erfðabreytileika

Einn af hverjum 25 með lífsógnandi erfðabreytileika

1 af hverjum 25 íslendingum er með meðferðartækan erfðabreytileika sem veldur því að þeir lifa skemur en þeir sem bera hann ekki. Með því að finna þessa breytileika og upplýsa viðkomandi einstaklinga svo þeir geti leitað sér lækninga má auka lífslíkur til muna. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, meðal annars með hliðsjón af þessu, að hefja undirbúning að einstaklingsmiðuðum lækningum.

read more
Víðtækar prótínmælingar í blóði auka skilning á ýmsum sjúkdómum

Víðtækar prótínmælingar í blóði auka skilning á ýmsum sjúkdómum

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar greina í dag frá niðurstöðum rannsóknar á prótínum í blóðvökva sem framkvæmd var með mæliaðferðum byggðum á bindisækni. Vísindamennirnir skoðuðu annarsvegar hvernig magn prótína í blóði tengist sjúkdómum og hinsvegar fjölbreytileika í röðum niturbasa í erfðamengjunum. Þeir greindu og báru saman mælingar á þúsundum prótína í blóði úr stórum hópum Íslendinga og sýnum frá UK Biobank, sem framkvæmdar voru með tveimur ólíkum mæliaðferðum.

read more
Samspil breytanleika í erfðamenginu

Samspil breytanleika í erfðamenginu

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar, dótturfyrirtækis Amgen inc og samstarfsmenn þeirra í íslenska heilbrigðiskerfinu og við Kaupmanna-hafnarháskóla birtu í dag vísindagrein í tímaritinu Cell sem ber nafnið: Complex effects of sequence variants on lipid levels and coronary artery disease.

Rannsóknin, sem greinin fjallar um, byggir á því að leita að breytanleikum í röðum níturbasa í erfðamenginu sem hafa áhrif á breytanleika í mælanlegum eiginleikum eins og magni af fitu og öðrum efnum í blóði og síðan þeirri forsendu að slíkir breytanleikar hljóti að vera í samskiptum við aðra breytanleika í röðum níturbasa eða við umhverfisþætti.

read more
Ný vitneskja getur bætt greiningu og meðferð sjúkdóms sem veldur skyndidauða

Ný vitneskja getur bætt greiningu og meðferð sjúkdóms sem veldur skyndidauða

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar, í samstarfi við lækna á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, greindu nýlega frá niðurstöðum erfðafræðirannsóknar á heilkenni sem getur valdið skyndidauða. Greinin birtist í tímaritinu Journal of the American Heart Association. Þar er lýst erfðabreytileikum sem hafa áhrif á svokallað QT-bil á hjartalínuriti. Lenging á QT bili er til marks um óeðlilega rafvirkni i hjarta og getur stuðlað að alvarlegum hjartsláttartruflunum og skyndidauða, gjarnan hjá ungu fólk

read more
Húsfyllir á fræðslufundinum; Hvað er að vera Íslendingur?

Húsfyllir á fræðslufundinum; Hvað er að vera Íslendingur?

Það var húsfyllir á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar 19, apríl sem bar nafnið, Hvað er að vera Íslendingur? Valinkunnir fyrirlesarar veltu þessari spurningu fyrir sér, meðal annars út frá þeim breytingum sem hafa orðið á samfélaginu með aukinni blöndun við fólk af öðru þjóðerni, innflutningi fólks frá öllum heimshornum, arfleifð Kelta og hvernig hún birtist í nútímanum og síðast en ekki síst, erfðamynd þjóðarinnar frá upphafi landnáms til dagsins í dag.

read more
Metaðsókn á fræðslufund um hugsun

Metaðsókn á fræðslufund um hugsun

Íslensk erfðagreining hélt fræðslufundinn Hvað er hugsun fyrir fullu húsi þann 28. september, þegar rúmlega 600 manns mættu í höfuðstöðvar fyrirtækisins til að hlusta á fjóra fyrirlesara nálgast þessa spurningu með ólíkum hætti. Fjöldi fólks fylgdist einnig með í beinu streymi af fundinum.

read more
Besta vísindakona í Evrópu

Besta vísindakona í Evrópu

Unnur Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri hjá ÍE sem nýverið tók við stöðu forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, er í 26 sæti yfir bestu erfðavísindamenn í heimi. Unnur er jafnframt besta vísindakona Evrópu samkvæmt nýrri samantekt á framlagi kvenna til vísindanna og sú fimmta besta í heimi.

read more
Stór erfðafræðirannsókn á fitulifur

Stór erfðafræðirannsókn á fitulifur

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar greina í dag frá niðurstöðum stórrar erfðafræðirannsóknar á fitulifur, af öðrum orsökum en áfengisneyslu. Í greininni, sem birtist í tímaritinu Nature Genetics, lýsa þeir breytileikum í erfðamengi mannsins sem hafa áhrif á fitu- og skorpulifur og sem með tímanum geta leitt til lifrarbilunar.  

read more
Áhrif erfða á fæðingarþyngd

Áhrif erfða á fæðingarþyngd

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa kortlagt 243 erfðabreytileika sem tengjast fæðingarþyngd, annars vegar í erfðamengi móður og hinsvegar í erfðamengi fósturs. Rannsóknin varpar ljósi á flókið samspil erfðamengja móður og fósturs og tengsl háþrýstings og sykursýki við vöxt fósturs.

read more
ÍSLENSK ERFÐAGREINING hlýtur UT verðlaun Ský 2021

ÍSLENSK ERFÐAGREINING hlýtur UT verðlaun Ský 2021

Íslensk erfðagreining hlaut UT-verðlaun Ský 2021 en þau voru afhent á ráðstefnu UTmessunnar í beinni útsendingu. Það var Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem afhenti verðlaunin og tóku Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Gísli Másson framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs við verðlaunagripnum.

read more
Eineggja en ekki eins

Eineggja en ekki eins

Með því að raðgreina erfðamengi eineggja tvíbura og bera þau saman við erfðamengi náinna skyldmenna þeirra gátu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fundið stökkbreytingar sem höfðu myndast snemma á fósturskeiði og greindu tvíburana að.

read more
Stökkbreyting í FLT3 eykur áhættu á skjaldkirtilssjúkdómi

Stökkbreyting í FLT3 eykur áhættu á skjaldkirtilssjúkdómi

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) og samstarfsfólk þeirra innan íslenska heilbrigðiskerfisins, Háskóla Íslands og Karolinska í Svíþjóð, hafa fundið erfðabreytileika í FLT3 geninu sem eykur töluvert áhættuna á því að fá sjálfsónæmissjúkdóm í skjaldkirtil, en grein um rannsóknina birtist í Nature í dag. Erfðabreytileikinn tengist einnig öðrum sjúkdómum og hefur óvænt en þýðingarmikil áhrif á bæði genatjáningu og magn prótína.

read more
Arfleifð Neanderdalsmanna í genum Íslendinga

Arfleifð Neanderdalsmanna í genum Íslendinga

Alls má rekja um 2 prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna en það skemmtilega er að við berum ekki endilega sömu bútanna. Þannig var hægt að púsla saman um helming af erfðamengi Neanderdalsmanns úr þeim forsögulegu erfðabútum sem finnast í núlifandi Íslendingum.

read more
Stærsta erfðarannsókn til þessa á iktsýki

Íslensk rannsókn á útbreiðslu COVID-19

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólk þeirra hjá Landlæknisembættinu og Landspítala háskólasjúkrahúsi birtu í dag grein í New England Journal of Medicine, sem byggir á rannsókn á útbreiðslu SARS- Cov-2 veirunnar á Íslandi sem veldur sjúkdómnum COVID-19.

read more
Kári kjörinn í bandarísku vísindaakademíuna

Kári kjörinn í bandarísku vísindaakademíuna

Kári Stef­áns­son for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, hef­ur verið kjör­inn í banda­rísku vís­inda­aka­demí­una, Nati­onal Aca­demy of Sciences (NAS), fyrst­ur Íslend­inga en það er einn mesti heiður sem vísindamanni getur hlotnast á ferli sínum og viðurkenning á einstæðum vísindaferli.

read more