Það var húsfyllir á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar 19, apríl sem bar nafnið, Hvað er að vera Íslendingur? Valinkunnir fyrirlesarar veltu þessari spurningu fyrir sér, meðal annars út frá þeim breytingum sem hafa orðið á samfélaginu með aukinni blöndun við fólk af öðru þjóðerni, innflutningi fólks frá öllum heimshornum, arfleifð Kelta og hvernig hún birtist í nútímanum og síðast en ekki síst, erfðamynd þjóðarinnar frá upphafi landnáms til dagsins í dag. Mörg hundruð manns lögðu leið sína í Vatnsmýrina til að hlusta en alls var setið í þremur sölum.

Hér má nálgast alla fyrirlestranna á YouTube

Agnar Helgason flytur erindi sitt: Hvað er Íslendingur? Erfðafræðileg sýn

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad flytur erindið, Hvenær er maður eiginlega orðinn Íslendingur?

Þorvaldur Friðriksson fjallaði um arfleifð Kelta og hvernig hún birtist í nútímanum en hér er hann ásamt Agnari Helgasyni og Kára Stefánssyni.

Mörg hundruð manns lögðu leið sína í Vatnsmýrina til að hlusta en alls var setið í þremur sölum.

Deila!