Vísindamenn frá Íslenskri erfðagreiningu og samstarfsmenn þeirra reyna að svara því hvort erfðabreytileikar í GIPR geninu tengist aukinni áhættu á beinbrotum og/eða minni beinþéttni í greininni  Obesity variants in the GIPR gene do not associate with risk of fracture or bone mineral density”,  sem birtist í JCEM, The Journal of Clinical Endocrinology & Metabolism.  

Unnur Styrkársdóttir fyrsti höfundur greinarinnar ásamt Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.

Erfðabreytileikar sem tengjast lægri BMI þyngdarstuðli og minni áhættu á sykursýki, hindra virkni GIPR viðtakans í einu incretin hormónanna en áherslur í lyfjameðferð við sykursýki og offitu hafa í auknum mæli beinst að Incretin hormónakerfinu.

Lyfjameðferð sem hindrar virkni GIPR gæti verið góð leið til að hjálpa einstaklingum með offitu til að léttast. Ekki hefur verið ljóst fyrr hvort þannig meðferð geti haft þær afleiðingar að beinþéttni viðkomandi minnki meira en það sem þyngdartap hefur óhjákvæmilega í för með sér og valdi þar með aukinni áhættu á beinbrotum.

Vísindamennirnir söfnuðu gögnum um beinbrot og beinþéttni allt að 1,2 milljóna manna frá 4 löndum: Íslandi, Bretlandi, Danmörku og Bandaríkjunum.

Niðurstöður úr þessu stóra samstarfsverkefni sýna að þessir erfðabreytileikar tengjast hvorki aukinni áhættu á beinbrotum né lækkaðri beinþéttni.

Deila!