Íslensk erfðagreining hélt upp á 25 ára afmæli sitt dagana 18 og 19 maí með tveggja daga ráðstefnu sem um 200 manns sóttu, þar af rúmlega eitthundrað erlendir gestir og margir virtustu erfðavísindamenn í heimi.

Frá vinstri, Sir Rory Collins, Kári Stefánsson, Ray Deshaies og David Reese.

Magdalena Skipper aðalritstjóri Nature stýrði ráðstefnunni.

Magdalena Skipper

Fyrri dagurinn var helgaðir framlagi Íslenskrar erfðagreiningar til erfðavísindanna en þar fluttu fyrirlestra Kári Stefánsson forstjóri og 11 aðrir vísindamenn fyrirtækisins.

Hér má nálgast alla fyrirlestrana.

Catherine Potinski ritstjóri Nature Genetics

Seinni dagurinn var helgaður mannlegum fjölbreytileika en þar var meðal annars velt upp byltingarkenndum áhrifum mannerfðafræðinnar á læknisfræði og lyfjaþróun. Bob Bradway forstjóri Amgen móðurfyrirtækis Íslenskrar erfðagreiningar opnaði fundinn og bauð fólk velkomið. Fyrirlesarar voru Catherine Potenski ritstjóri Nature, Sir Peter Donnelly hjá plc, Sir Rory Collins framkvæmdastjóri vísindarannsókna hjá UK Biobank, Dr Cecilia Lindgren forstjóri Oxford Big Data stofnunarinnar, David Reese og Ray Deshias frá Amgen og Kári Stefánsson stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Magdalena Skipper stýrði ráðstefnunni líkt og fyrri daginn.

Frá blaðamannafundi um afmælið
Kári Stefánsson, Katrín Jakobsdóttir og Bob Bradway í hátíðakvöldverði í Hörpu

Deila!