Íslensk erfðagreining streymdi fræðslufundi um nýjustu rannsóknir sínar á Covid-19, mánudaginn 19. apríl, klukkan 14:00.

Hilma Hólm hjartalæknir og Erna Ívarsdóttir tölfræðingur kynntu helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar sinnar á langtimaáhrifum SARS-CoV-2 sýkingar.

Daníel Fannar Guðbjartsson stærðfræðingur og  Þórunn Á. Ólafsdóttir ónæmisfræðingur kynntu rannsókn sína á því hvernig líkaminn losar sig sig veiruna og verst endurteknum sýkingum.

Sérhvert SARS-CoV-2 tilfelli á Íslandi er raðgreint af Íslenskri erfðagreiningu í rauntíma og eru þau gögn notuð til að aðstoða við rakningu smita.

 

Vísindamennirnir Páll Melsted, Kristján Eldjárn Hjörleifsson og Sölvi Rögnvaldsson fjölluðu í sínum fyrirlestri um hvernig raðgreiningar á veirunni nýtast í baráttunni við COVID-19 og kynna til sögunnar nýtt líkan af þriðju bylgju faraldursins. Sú bylgja samanstóð nær eingöngu af smitum sem rekja má til eins einstaklings sem slapp í gegnum eftirlit á landamærunum. Með því að styðjast við líkanið má reikna út smitstuðul einstakra hópa og aldursflokka og bera saman smitstuðul innan og utan sóttkvíar.

 

 

 

 

 

 Kári Stefánsson stýrði fundi og dró saman hvaða lærdóm er hægt að draga af þessum rannsóknum í viðureigninni við fjórðu bylgjuna á Íslandi.

Sérstakir gestir á fundinum voru meðal annars Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Þórólfur Guðnason heilbrigðisráðherra.

 

 

 

 

 

 

 

Deila!