FYRIRTÆKIÐ

Íslensk erfðagreining er fyrirtæki sem notar niðurstöður erfðarannsókna til að þróa vörur og þjónustu sem hafa það að markmiði að efla lýðheilsu. Íslensk erfðagreining hefur algjöra sérstöðu í rannsóknum í mannerfðafræði í heiminum. Rannsóknir fyrirtækisins byggja á erfða- og læknisfræðilegum upplýsingum um 500.000 aðila frá öllum heimshornum sem tekið hafa þátt í rannsóknum á vegum fyrirtækisins. Þar af eru um 140.000 Íslendingar sem lagt hafa fyrirtækinu lið undanfarin ár.

Þeir sem vilja taka þátt í rannsóknum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna.

Frekari upplýsingar um fyrirtækið má nálgast á ensku á www.decode.com.