ÞEKKING Í ALLRA ÞÁGU

Með rannsóknum á erfðaefni Íslendinga leitar Íslensk erfðagreining orsaka margra alvarlegustu sjúkdóma sem hrjá mannkynið – svo sem krabbameina, hjartasjúkdóma og sykursýki.

RANNSÓKNIR

OPNIR FRÆÐSLUFUNDIR

Á opnum fræðslufundum Íslenskrar erfðagreiningar er fjallað um rannsóknir á starfsemi líkama mannsins og eðli og erfðum ýmissa sjúkdóma.

MEIRA UM FRÆÐSLUFUNDINA >>

SJÚKDÓMAR

Íslensk erfðagreining hefur fundið erfðabreytileika sem tengjast krabbameinum, tauga- og geðsjúkdómum, hjarta- og æðasjúkdómum og ýmsum öðrum sjúkdómum.

LISTI YFIR SJÚKDÓMA >>

ATVINNA

Hjá Íslenskri erfðagreiningu er tekist á við ný og fjölbreytt verkefni á hverjum degi. Hvetjandi starfsumhverfi hefur skilað okkur í raðir fremstu vísindastofnana heims og allir starfsmenn eru þátttakendur í að ná þeim árangri.

LAUSAR STÖÐUR >>

UM ÍSLENSKA ERFÐAGREININGU

Íslensk erfðagreining hefur algjöra sérstöðu í rannsóknum í mannerfðafræði í heiminum. Rannsóknir fyrirtækisins byggja á erfða- og læknisfræðilegum upplýsingum um 500.000 aðila frá öllum heimshornum sem tekið hafa þátt í rannsóknum á vegum fyrirtækisins. Þar af eru um 165.000 Íslendingar sem lagt hafa fyrirtækinu lið undanfarin ár.

ÍSLENDINGABÓK

Árið 2003 opnaði Íslensk erfðagreining, í samvinnu við Friðrik Skúlason, endurgjaldslausan aðgang að Íslendingabók fyrir alla Íslendinga. Nú eru notendur yfir 200.000, og mánaðarlega fær Íslendingabók um 100.000 heimsóknir og meira en eina milljón uppflettinga. Samtals verja Íslendingar 120.000 klukkustundum á mánuði í að skoða ættir sínar í Íslendingabók. Skoða ÍSLENDINGABÓK.

Í FORYSTU Í MANNERFÐAFRÆÐI

Íslensk erfðagreining er í fararbroddi í rannsóknum á tengslum erfða og heilsu

deCODE genetics logo
Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna logo
Íslendingabók logo