Í síðustu viku tók Amgen deCODE Genetics (ADG) í fyrsta sinn þátt í Mission Week Amgen — árlegu framtaki þar sem starfsfólk um allan heim staldrar við og hugleiðir tilgang starfa sinna og þau áhrif sem þau geta haft á líf annarra.

Í vikunni tók starfsfólk þátt í viðburðum sem miða að því að fagna sameiginlegu markmiði Amgen: Að vinna í þágu sjúklinga og efla vísindi til hagsbóta fyrir samfélagið. Meðal þeirra sem héldu erindi í vikunni voru Þórunn Á. Ólafsdóttir, sem lýsti því hvernig rannsóknir í erfðafræði geta leitt til mikilvægrar lyfjaþróunar, og Katrín Júlíusdóttir, rithöfundur, ráðgjafi og fyrrum ráðherra, sem lýsti því hvaða áhrif það hafði á líf hennar að hafa greinst með BRCA2 genið.

Mission Week var kærkomið tækifæri til að minna okkur á hvers vegna störf okkar skipta máli. 

Amgen deCODE genetics Mission Week

Deila!