Íslensk erfðagreining ætlar að raðgreina 225.000 erfðamengi fyrir breska lífsýnabankann, UK Biobank í metnaðarfylllsta verkefni sem ráðist
hefur verið í á sviði raðgreininga í heiminum. Alls verða raðgreind 450.000 erfðamengi í þessu átaki, en Wellcome Sanger, virtasta stofnun á sviði
erfðavísinda í heiminum ætlar að raðgreina 225.000, jafn mikið og Íslensk erfðagreining.

Breski lífsýnabankinn hefur byggt upp einstætt safn lífsýna og heilbrigðisupplýsinga sem hafa nú þegar aukið skilning manna á ýmsum þáttum
sem valda eða ýta undir sjúkdóma.  Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir þetta mikið tækifæri fyrir erfðavísindin, þarna sé verið
að beita aðferðafræði sem varð til á Íslandi til að leiða heimsátak í leit að erfðavísum sjúkdóma. Hann bendir á að lyfjaþróun sé mun árangursríkari ef hún
byggi á erfðarannsóknum.

Það eru stofnanir á vegum breskra heilbrigðisyfirvalda, Wellcome Sanger erfðavísindastofnunin og lyfjafyrirtækin Amgen, Johnson & Johnson, Glaxosmithkline og AstraZeneca fjármagna verkefnið í sameiningu.

Deila!