Kári Stef­áns­son for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, hef­ur verið kjör­inn í banda­rísku vís­inda­aka­demí­una, Nati­onal Aca­demy of Sciences (NAS), fyrst­ur Íslend­inga en það er einn mesti heiður sem vísindamanni getur hlotnast á ferli sínum og viðurkenning á einstæðum vísindaferli.

Mannerfðafræðin getur gerbreytt skilningi okkar á sjúkdómum og enginn hefur gert meira til að stuðla að framförum þar en Kári Stefánsson, segir David Reese, varaforseti Amgen í Bandaríkjunum á sviði rannsókna og þróunar. NAS er ein rót­grón­asta og virt­asta stofn­un banda­rísks vís­inda­sam­fé­lags, sett á fót í mars 1863 með lög­um sem Abra­ham Lincoln, þáver­andi for­seti, und­ir­ritaði. Til­kynnt var um kjörið á fimmtu­dag í síðustu viku. Virk­ir fé­lag­ar í NAS í Banda­ríkj­un­um eru nú 2.347 og er­lend­ir sam­starfs­fé­lag­ar eru 487. 190 fé­lag­ar í aka­demí­unni hafa hlotið nó­bels­verðlaun. Er­lendu fé­lag­arn­ir hafa ekki at­kvæðis­rétt á fund­um aka­demí­unn­ar.

Undir stjórn Kára hafa vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu fundið marga bæði sjaldgæfa og algenga erfðabreytileika sem hafa áhrif á sjúkdómsáhættu. Meðal helstu uppgötvana eru erfðabreytileikar sem tengjast Alzheimer, geðklofa, ýmsum krabbameinum og hjartasjúkdómum.

Mestu munar þó um áhrif DeCODE genetics á aðferðafræði erfðavísinda um allan heim.  Velgengni fyrirtækisins byggir á því að afla upplýsinga um ættfræði og safna saman heilbrigðisupplýsingum um einstaklinga sem eru síðan raðgreindir eða arfgerðargreindir. Þessar upplýsingar eru síðan bornar saman við einstaka sjúklingahópa í vísindarannsóknum.

Þessi aðferðafræði sætti gagnrýni í byrjun en er nú ríkjandi á helstu rannsóknarstofnunum í heiminum. “Það er auðvelt að gleyma því að þegar Kári Stefánsson stofnaði Decode Genetics, þóttu þessar hugmyndir róttækar og ólíklegar til árangurs,” segir Mark Daly, prófessor í erfðafræði við læknadeild Harvard Háskólans og bætir við að hann hafi í raun verið staddur  á eyju í tvennskonar skilningi.

Deila!