Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið kjörinn forseti Norrænna samtaka um mannerfðafræði og einstaklingsmiðaðar lækningar, Samtökin voru stofnuð í júní í fyrra eftir áralangan undirbúning.

Norðurlöndin eru í fararbroddi í mannerfðafræði á heimsvísu vegna þess hvernig þau hafa safnað saman og varðveitt heilbrigðisupplýsingar og gert þær aðgengilegar vísindamönnum til að nota við rannsóknir,“ segir Kári Stefánsson.

Varaforseti samtakanna, Paul Franks prófessor við Háskólann í Lundi og varaforseti háskólaseturs um sykursýki, horfir til þess að með samstarfi vísindamannanna sé hægt að setja aukinn kraft í rannsóknir, efla þátttöku almennings og efla menntun

„Nýju samtökin munu efla samvinnu erfðafræðinga á Norðurlöndum, segir Kári Stefánsson. „Við ætlum að halda forystu okkar í rannsóknum á erfðum sjúkdóma og hvernig nýta megi niðurstöðurnar í einstaklingsmiðuðum lækningum.

Stjórnin er kjörin til eins árs og samanstendur af vísindamönnum frá öllum Norðurlöndum og Eistlandi sem munu byggja upp innviði samtakanna og móta reglur sem eiga að festa samtökin í sessi sem sjálfstæða vísindastofnun. Aðsetur samtakanna er í Kaupmannahafnarháskóla.

Deila!