Intermountain Healthcare og Íslensk erfðagreining/deCODE genetics kynna nýja rannsókn á erfðaefni 500 þúsund einstaklinga.

Reykjavík og Salt Lake City í Bandaríkjunum 

Intermountain Healthcare og deCODE genetics kynna nýtt
alþjóðlegt samstarf sem felur í sér að raðgreint verður erfðaefni úr hálfri
milljón einstaklinga til að freista þess að finna áður óþekkt tengsl milli
erfða og sjúkdóma

 Vísindamenn frá íslenskri erfðagreiningu og Intermountain Healthcare munu
rannsaka erfðaefni úr 500 þúsund einstaklingum aðallega frá Utah og Idaho í
Bandaríkjunum en rannsóknin hefur fengið nafnið HerediGene Population
Study.

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
segir vonir standa til þess að þetta einstaka samstarf geti leitt til nýrra
uppgötvana og veitt nýja innsýn í erfiða sjúkdóma og hjálpað til við að þróa ný lyf í framtíðinnni.
Þátttakendur í rannsókninni hafa samþykkt að vera með og eiga möguleika á því að fá að vita ef erfðarannsókn leiðir í ljós alvarlegar sjúkdómsvaldandi stökkbreytingar.

Þetta er stærsta erfðarannsókn sinnar tegundar sem hefur verið gerð í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hefur erfðamengi svo margra frá einstöku svæði verið rannsakað. Intermountain Healthcare er samstarf, 24 sjúkrahúsa, 160 læknastofa, Sjúkratryggingafyrirtækisins SelectHealth og 2300 annarra lækna og meðferðaraðila í Salt Lake City. 

Lincoln Nadauld yfirmaður hjá Intermountain á sviði einstaklingsmiðaðra lækninga segir að þótt sýnin komi að megninu til frá Utah muni mögulegar uppgötvanir á sviði lyfja og meðferðar gagnast allri heimsbyggðinni.

 

 

Deila!