Kári Stefánsson lætur af störfum hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári Stefánsson lætur af störfum hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu.    Íslensk erfðagreining hefur gegnt lykilhlutverki á heimsvísu í erfðarannsóknum sem tengjast algengum sjúkdómum og hefur félagið haslað sér völl...

Sjaldgæfur erfðabreytileiki í FRS3 tengist lægri líkamsþyngdarstuðli og vernd gegn offitu

Sjaldgæfur erfðabreytileiki í FRS3 tengist lægri líkamsþyngdarstuðli og vernd gegn offitu

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsaðilar þeirra hafa fundið sjaldgæfan erfðabreytileika í geninu FRS3 sem tengist lækkun á líkamsþyngdarstuðli (BMI) og verndar gegn offitu. Þessi erfðabreytileiki fannst í víðtækri erfðamengisleit sem tók til um 2 milljóna einstaklinga af ólíkum uppruna. Grein um rannsóknina birtist í Nature Communications undir heitinu „Missense variants in FRS3 affect body mass index in populations of diverse ancestries“.

Nýtt ítarlegt erfðakort eykur skilning á heilsu og frjósemi

Nýtt ítarlegt erfðakort eykur skilning á heilsu og frjósemi

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa birt nýtt og ítarlegt kort af erfðamengi mannsins. Kortið, sem birtist í dag, í netútgáfu Nature, lýsir því hvernig erfðaefni blandast við æxlun og er framhald af 25 ára rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar til að auka skilning á erfðafræðilegum fjölbreytileika og áhrifum hans á heilsu og frjósemi.

Íslensk erfðagreining, Sturlugata 8, 101 Reykjavík

VÍSINDAGREINAR

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar birta niðurstöður rannsókna sinna í víðlesnum tímaritum um líf- og læknisfræði.

VALDAR GREINAR FRÁ UPPHAFI >>

Íslensk erfðagreining, Sturlugata 8, 101 Reykjavík

SJÚKDÓMAR

Íslensk erfðagreining hefur fundið erfðabreytileika sem tengjast krabbameinum, tauga- og geðsjúkdómum, hjarta- og æðasjúkdómum og ýmsum öðrum sjúkdómum.

LISTI YFIR SJÚKDÓMA >>

Íslensk erfðagreining, Sturlugata 8, 101 Reykjavík

ÍSLENDINGABÓK

Árið 2003 opnaði Íslensk erfðagreining, í samvinnu við Friðrik Skúlason, endurgjaldslausan aðgang að Íslendingabók fyrir alla Íslendinga.

 Skoða ÍSLENDINGABÓK >>.

Íslensk erfðagreining, Sturlugata 8, 101 Reykjavík

ÍSLENSK ERFÐAGREINING

Íslensk erfðagreining hóf starfsemi sína árið 1996. Vísindamenn okkar leita svara við grundvallarspurningum um erfðafræði mannsins og eru í forystuhlutverki á sviði mannerfðafræði í heiminum.

MEIRA UM ÍSLENSKA ERFÐAGREININGU >>

Íslensk erfðagreining, Sturlugata 8, 101 Reykjavík

OPNIR FRÆÐSLUFUNDIR

Á opnum fræðslufundum Íslenskrar erfðagreiningar er fjallað um rannsóknir á starfsemi líkama mannsins og eðli og erfðum ýmissa sjúkdóma.

MEIRA UM FRÆÐSLUFUNDINA >>

Íslensk erfðagreining, Sturlugata 8, 101 Reykjavík

ATVINNA

Hjá Íslenskri erfðagreiningu er tekist á við ný og fjölbreytt verkefni á hverjum degi. Hvetjandi starfsumhverfi hefur skilað okkur í raðir fremstu vísindastofnana heims og allir starfsmenn eru þátttakendur í að ná þeim árangri.

LAUSAR STÖÐUR >>

Þegar vitlaust er gefið

Heimildamyndin ÞEGAR VITLAUST ER GEFIÐ – UM BRCA OG BRJÓSTAKRABBAMEIN fjallar um konur sem fæddust með stökkbreytingu í BRCA geninu sem gerir það að verkum að þær hafa 72% líkur á því að fá brjóstakrabbamein. Myndin var gerð að frumkvæði og á kostnað Íslenskrar erfðagreiningar með það að markmiði að fræða almenning um samspil sjúkdóma og vísinda og áhrifa þeirra á venjulegt fólk.

Verðlaun Bandaríska mannerfðafræðifélagsins

Bandaríska mannerfðafræðifélagið hefur birt meðfylgjandi upptöku af athöfninni, sem fram fór á ársfundi félagsins í Orlando 18. október sl. þegar Kári Stefánsson veitti viðtöku  William Allan verðlaununum svokölluðu. Þau eru æðsta viðurkenning félagsins og bera nafn bandarísks læknis, sem var brautryðjandi í rannsóknum á erfðafræði mannsins og arfgengum sjúkdómum. Verðlaunin hlýtur vísindamaður, sem þykir hafa skilað stóru og yfirgripsmiklu framlagi til  rannsókna í mannerfðafræði. Prófessor Mark Daly við Harvard háskóla kynnti Kára og verk hans og að afhendingunni lokinni flutti Kári þakkarræðu sína.

Í FORYSTU Í MANNERFÐAFRÆÐI

Íslensk erfðagreining er í fararbroddi í rannsóknum á tengslum erfða og heilsu
 
deCODE genetics logo
Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna logo
Íslendingabók logo