Reglur

Um lán á fyrirlestrasölum Íslenskrar erfðagreiningar

Fyrirlestrasali Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), Fróða og Tjörnina, er hægt að fá að láni að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem nánar er gerð grein fyrir í eftirfarandi málsgreinum.

Lántakar skulu að öllu jöfnu vera samstarfsaðilar Íslenskrar erfðagreiningar eða tengjast á annan hátt háskóla- og vísindasamfélaginu. Þar eru meðtalin samtök sjúklinga og styrktarfélög á vettvangi heilbrigðismála

Fróði er fyrirlestrasalur með hallandi gólfi og tekur 204 manns í sæti.

Tjörnin er 90 fermetra salur, sem hægt er að nýta á ýmsan máta, m.a. fyrir fyrirlestra (hámark 100 manns) eða vinnufundi með borðum.

Aðgangur

Þegar sótt er um salarlán, skal gefa sem gleggstar upplýsingar um væntanlegan viðburð, eðli hans og umfang og áætlaðan fjölda þátttakenda. Ef Tjarnarsalar er óskað, skal tilgreina uppröðun stóla eða borða.

Salirnir eru að jafnaði lánaðir út á venjulegum opnunartíma fyrirtækisins; þ.e. á virkum dögum frá kl 8:00 til kl 17:00. Sama gildir um aðgang að sölunum til undirbúnings viðburða.

Salarláni fylgir aðgangur að salernum og fatahengi utan öryggishliða, en ekki öðrum starfssvæðum ÍE.

Þar sem salirnir eru lánaðir án endurgjalds, setur eigandi það skilyrði að lántakendur innheimti ekki aðgangseyri að viðburðum umfram „lágmarkskaffigjald“.

Lántakendur skulu gæta þess að störf þeirra hafi ekki truflandi áhrif á starfsemi í húsinu.

Búnaður

Sölunum fylgir enginn búnaður annar en sá sem er hluti venjulegrar innréttingar þeirra, þ.e. stólar, borð og innbyggður tæknibúnaður.

Sölunum fylgir hvorki tækniþjónusta né önnur aðstoð við funda- og ráðstefnuhald. Við upphaf lántöku er kveikt á hljóð- og myndbúnaði.

Drykkjarvörur og matur

Íslensk erfðagreining leggur hvorki til né selur mat- eða drykkjarvörur. Lántakendum er hins vegar heimilt að hafa með sér drykki og einfalt kaffimeðlæti og nauðsynlegan búnað. Óheimilt er að bera aðra matvöru í húsið, s.s. hádegisverði.

Aðfluttur búnaður.

Samráð skal haft við ÍE um allan aðfluttan búnað. Honum skal haldið í hófi og má hann ekki trufla aðgang að afgreiðsluborði og aðra venjubundna notkun hússins.

Frágangur að notkun lokinni

Að notkun lokinni skulu lántakendur skila sölunum eins og þeir tóku við þeim. Allt aðflutt efni, rusl og lausadót skal vera fjarlægt. Borð skulu þrifin. Ekki þarf að þvo gólf eftir eðlilega notkun.

Uh oh!

Something is wrong with your Wufoo shortcode. If you copy and paste it from the Wufoo Code Manager, you should be golden.